illa, Bubbi og spákonan

Það er kannski tími til kominn að blogga eitthvað.  einhvernvegin hefur verið svo brjálæðislega mikið að gera að illan hefur varla annað gert en að snúast í kring um sjálfa sig. 

Allur frítíminn sem ég var búin að venjast handan atlantshafsins virðist nánst horfinn, enda reynir maður að umgangast fjölskylduna eins mikið og hægt er.  Bara gaman :)

 Það er allt orfið hvítt hérna norðan holtavörðuheiðarinnar, og illan ætlar að skella sér á stóðréttaballið  í Víðidalnum á eftir.  Enda mamma og Stebbi þar á ferð.  

Reyndar er verið að sýna leikrit um hana Þórdísi spákonu heima á ströndinni í kvöld svo ég renni þar við og kíki í kjötsúpu og sýningu áður en ég held lengra vestur á vit skemmtilegheitanna. 

óska öllur góðrar helgar og megi þið skemmta ykkur eins mikið og ég ætla mér :)

 skelli inn einum gömlum og góðum Bubba til að fá smá stemmingu, stendur alltaf fyrir sínu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Gaman að sjá Illuna aftur...

Gulli litli, 4.10.2008 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband