Herre min hatt!!

Og ég var hörmung... vægast sagt!! 

Hann er ómetanlegur svipurinn sem dynur yfir heimilisköttinn Blett þegar hljófærin eru tekin fram á þessu heimili... ef hann væri mennskur tæki hann eitt vænlegt svona ''home alone-öskur'' og léti sig hverfa á brott.  

Kisi litli fílar semsagt ekki tónlist... ekki þegar hún er spiluð upp á háa c allavega,...En það sem fór alveg með kisa litla var þegar blokkflautan kom á loft.  eins og venjulega flautan hafi ekki verið hörmung nóg fyrir kisa litla kom þetta hrikalega tæki fram.  Illu leiddist nefnilega að standa í biðröð að afgreiðslukassanum í búðinni í kvöld og kippti með einnu blokkflautu úr búðarhyllunni svona til að geta rifjað upp gamla tíma þegar heim var komið. Wink  Það fór nú ekki betur en svo að ég mundi afhverju ég ákvað að færa mig að næsta hljófæri, jú, annað eins hörmungarhljóð hef ég hreinlega ekki heyrt í langan tíma, fyrir utan vælið í kettinum, eins og í þessu blessaða hljóðfæri. Shocking En eftir upphitun með nokkrum lögum af Papa disknum var þetta þó að komast í lag og var illan barasta ágætlega hress með árangurinn, svona miðað við að kennslan á þetta óhljóðfæri fór fram einhverntíman á 9.áratug síðustu aldar, og því komið smá ryk á kunnáttuna. Blush  Þó hefur blokkflautan oft á tíðum verið vinsælt tól til að hrekkja heimilisdýrin... ótrúlegar hreyfingar á hinum ýmsu útlimum þeirra, eins og að láta eyrun hverfa alveg afturábak og ekki minnst fyrirlitningasvipurinn sem heimilisdýrið getur sýnt og segir aðeins eitt: ...NEIIIII  !!!Crying

Kisi er reyndar alveg að verða sáttur við þverflautuna, þetta er allt að koma hjá honum greyjinu.  Fyrst lét hann eins og himinn og jörð væru að farast, þegar húsfreyjan dró fram hljóðfærið og setti græjurnar í botn, það var álíka mikið áfall fyrir kisa litla og þegar hann varð vitni að fyrstu helgartiltektinni, og kynntist þar með ryksugunni.  Þvílíkt áfall og kisi kom ekki undan sófanum fyrr en búið var að ryksuga allt húsið og apparatið ógurlega örugglega komið inn í skáp. 

En nú tekur kisi bara þátt í jólastemmingunni og liggur á bakinu við fæturnar á húsfreyjunni sem fílar sig í botn og hverfur inn í tónlistina... og má meira að segja fara upp á háa C og jafnvel hærra....

...En þó þetta flash-back illunnar hafi endað vel, held ég að ég segi mig barasta sammála kettinum og haldi mig bara við þverflautuna góðu, hún er jú orðin eins og einn útlimanna eftir einhver 18 ár í eftirdragi og alltaf með í farteskinu til hvaða lands sem haldið er til... þrátt fyrir endalausar stoppanir í gegnumlýsingartækjum tollyfirvalda hvers lands Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

MJÅ.......mjå. Gaman ad sjå thig aftur....

Gulli litli, 10.12.2008 kl. 02:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband