Martröd myrkfælna einbúans

   Ætli tuskudýr geti verid andsetin?  nutty mouse 001Thad vill nefnilega svo til ad ég er farin ad hallast á ad thad sé mögulegt...

   Á náttbordinu mínu situr nefnilega lítil, saklaus og sæt mús, allavega svona á ad líta.   Thad skemmtilega vid hana, er ad ef madur potar í magann á henni gefur hún frá sér ýmis (ó)hljód, sem helst heyrast ekki almennt nema kannski á göngum vissra lokadra deilda.   Thad er svosem hid besta mál, nema hvad nú hefur mýsla tekid upp á thví ad hræda illuna á nóttunni.   Eins og illa litla sé ekki nógu myrkfælin ádur.  Hrökk upp eina nótt hér um dagin vid thennan svakalega gedshræringahlátur sem barst úr horninu.   Hélt kannski ad ég hefdi rekid mig í mýslu og væri hún ad bregdast vid eins og henni ber og skal.   Nema, nei, thetta virdist vera eitthvad uppátæki hjá henni.   3 nætur hef ég lent í thví ad vera  lögst upp í rúm, en liggja andvakandi, thegar mýsla allt í einu byrjar ad gefa frá sér óhljód...og oftast er thetta á svipudum tíma ad nóttu til, eda rétt fyrir um kl 03.00 á nóttunni... hmm (já mamma, ég veit ad ég á ad fara fyrr ad sofa).   Ekki fyndid sko fyrir myrkfælna manneskju ad hrökkva upp vid gedveikishlátur tuskudýrsins nótt eftir nótt.  Dettur í hug Gremlings eda jafnvel Chuckie...sjæser!!! úff...nei, reyna ad hugsa um eitthvad annad, fugla og blóm, sætu litlu lömbin úti í haga....

Hef ég thví komist ad theirri nidurstödu ad annad hvort er mýsla litla andsetin eda thá ad eitthvad hefur rafbúnadurinn inni í henni tekid ad hrörna.... thó thad sídara sé thó líklegast,,.. en aldrei veit madur.. svo best er ad hafa varann á.  Furdulegri hlutr hafa svosem gerst í gegn um tídina.

Hér efst til vinstri má svo sjá mynd af sökudólgnum, sakleysisleg ad degi til.... men skinnet bedrar....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

múhúhaaaaaaaaaaaa! Bú!

Gulli litli, 27.4.2008 kl. 11:24

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Best að hafa varann á og brenna kvikindið til ösku í viðurvist særingamanns... eða sæðingamanns, það er kannski meira gaman.

Dreifa öskunni svo í vígða jörð. Þá ertu örugg. Nema kannski fyrir verðbólgudraugnum.

Ingvar Valgeirsson, 27.4.2008 kl. 14:59

3 identicon

Hentu dýrinu!!! Ekki fara að taka upp gamla takta eins og að hoppa´upp í rúm þegar þú ferð að sofa því það gæti verið skrímsli undir rúminu.Bara svona af því að þú átt svo auðvelt með að HENDA hehe........

Hey!Bara svona til að þú getir farið að monta þig:Árný Sif (litla systir)og félagar urðu í dag ÍSLANDSMEISTARAR í 9.fl kv í körfu!!!! Erum að fara í grillveislu með körfuboltanum til að FAAAAGNAAAA!!!

Mamma (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 16:46

4 identicon

Hahahaha... Mannstu eftir rúllugardínunni í Storlien!!! Hahahaha...

Hulda Rós (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 05:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband