11.9.2007 | 23:44
Lýdrædi = sjálfsagdur hlutur?
Thad er alls ekki áætlun mín ad vera med einhvern pólitískan áródur hér, en get ekki stadist ad verda hálf hneykslud stundum. En nú eru sveitastjórna- og fylkis kosningum lokid í bili hérna megin vid pollinn, og ad sjálfsøgdu lagdi ég mitt atkvædi í púkkid. Nidurstødurnar urdu ekki alveg eins og ég hefdi vonad, en thad sem mér verra thykir er hvad margir nýta sér ekki sinn rétt til ad kjósa. Í einum hrepp skiludu ekki nema 9% íbúa sínu atkvædi inn. Sem betur fer stódu íbúar Melhus kommune (thar sem ég bý) sig ørlítid betur, en rúmlega 60% íbúa kusu. Best stódu their sig í nordur-Trøndelag, thar sem 83% íbúa Namskogan mættu til kosninga. En hvernig er thad med thá sem velja ad kjósa EKKI? Hvad thýdir thad? Er fólk ad reyna ad koma einhverjum skilabodum á framfæri eda er thetta bara hreint kæruleysi? Er fólk virkilega svo upptekid í amstri dagsins ad thad hefur ekki tíma til ad krossa vid sitt atkvædi eda er theim bara alveg sama? Ég skipti mér ekkert af thví hvad adrir kjósa, og sætti mig alveg vid thad ad mér komi thad hreinlega ekkert vid. En ég verd ad vidurkenna ad thad ad kjósa ekki thykir mér hálfgerd vanvirding vid fyrrum forystumenn thjódarinnar sem bárust í langan tíma vid ad koma á lýdrædi og sjálfstædi thjódarinnar. Hvernig væri ad lifa án thess?
Vissulega vita their sem eldri eru mun meira um stjórnmál en vid sem erum nýgrædingar á thessu svidi, en come on krakkar! Eina leidin til ad læra eitthvad um pólitík er ad hlusta og fylgjast med thví sem gerist í kring um okkur, og kemur okkur alveg jafn mikid vid og óla í næsta húsi. Thad er okkar hlutverk ad halda í vid thekkingu og taka vid stjórnvøldum seinna meir, til thess svo ad færa hana áfram til komandi kynslóda. Til thess ad takast thad án thess ad leggja allt í rústir mæli ég med thví ad fólk á ØLLUM aldri kynni sér hluti og hafi sig af stad og leggji sitt atkvædi í púkkid.
Margir theirra sem ekki kjósa hugsa eflaust... ,, já, en thad skiptir varla miklu máli.. eitt atkvædi''. Hvernig væri thad ef ALLIR hugsudu svona, og enginn kysi? Thá sætu sømu hvítflipparnir vid vøldin endalaust og landinu yrdi stjórnad slíkt og mafíunni. thó svo ad landinu virdist stundum vera stjórnad af ''mafíunni'' thá legg ég allavega mitt af mørkum vid ad reyna ad gera eitthvad í málunum. Thví eitt er víst, ad á medan madur reynir ekkert - gerist ekkert
thakka fyrir mig í bili, og vonast til ad fleira fólk, ungir sem øldungar hugsi sig um, arki fram og nýti sér stoltir sinn rétt til ad hafa eigin skodun á hlutnum.... og kjósid! :)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.