19.9.2007 | 23:53
Ástin mín djúpa og fjólubláa
http://www.youtube.com/watch?v=YAZyjARWKzM
Loksins fann ég myndbandid med uppáhaldslaginu mínu med einni af ástunum mínum.
Ef hægt er ad tala um einhverja hljómsveit sem stóru ástina sína, thá er enginn vafi um hverjir thad eru. Fyrir utan hann Bubba minn sem svo augljóslega skipar konungssætid er Deep purple klárlega ástin mín. Sama hversu gamlir their verda, thá eru their alltaf jafn kúl. Their voru meira ad segja eitt sinn skrádir í the Guinness Book of World Records fyrir ad vera háværasta rokkhljómsveit theirra tíma. Margir vinir mínir hér úti skilja ekkert í thessum tónlistasmekk mínum og kalla mig oft ''missikilinn hippa á tækniøld''. Get ekki annad en brosad thar sem thetta fólk kann greinilega ekki ad meta almennilega tónlist. Eitthvad annad getur madur sagt um løgin sem fljóta um á MTV dagin út og inn, en ætla ekki ad módga einn né neinn svo ég sleppi thví ad segja skodun mína á theim. Thad er svo ótrúlega stórt úrvalid af almennilegri tónlist, svo vinir mínir verda bara ad sætta sig vid ad ég sitji vid stjórnvøldin í theirri deild thegar their fá far í bílnum hjá mér. Bubbi, Deep purple, ac/dc, grænlenskt rokk, metallica, Rammstein, SS sól og Sálin hans Jóns míns.... og svona gæti ég lengi talid.
Allt frá blautu barnsbeini hefur tónlistin átt stóran thátt í lífi mínu. Hvort sem um var ad ræda bíltúra, tiltekt á heimilinu eda bara almenn skemmtilegheit var alltaf spilud mikil og gjarnan há tónlist heima,.. og er thad thannig enn thann dag í dag. Bubbi var thá líka mikid spiladur, og geta foreldrar mínir bara sjálfum sér um kennt thessa ofsa Bubba addáund mína. Safnid er alveg ad verda fullkomid, og mest thykir mér vænt um thá diska sem eru áritadir af kónginum sjálfum.
Vinyl pløtur, geisladiskar, DVD, HDMI og Bluray... tæknin er ædisleg, sem rekur mig í adra umrædu. Fyrir nokkru erfdi ég stóran hluta af pløtusafni frænda míns heitins. Frábært pløtusafn, og greinilegt ad gædasmekkurinn gengur í ættir. Thegar ég svo kom heim til mømmu til ad pakka pløtunum vel inn fyrir ferdina aftur til Noregs fóru systurmínar ad gramsa og skoda. Thegar sú yngsta (11ára) fór ad kíkja á thetta komu ýmsar spurningar upp. Hvad er thetta? Er thetta plata? Hún er svo stór! Hvernig kemst hún eigilega í spilarann? Hvada rendur eru thetta á pløtunni? og afhverju er svona gat í midjunni? Ég gat ekki annad en farid ad skellihlæja og reyndi eftir bestu getu ad útskýra fyrir henni ad thegar ég var lítil voru ekki til geisladiskar og dvd, svo thá var tónlistin á svona alvøru pløtum og spólum. Thad fannst henni stórskrýtid, ad ekki skyldi vera til geisladiskar og dvd og fannst ég allt í einu vera svakalega gamaldags systir.
Ég er einmitt ein af theim heppnu sem ólst upp á 9.áratugnum med tilheyrandi ''sítt ad aftan hárgreidslu'' og stóra herdapúda á sparikjólnum mínum. Ég útskýrdi fyrir henni ad thegar ég var lítil voru hlutirnir adeins ødruvísi en núna, samt ekkert svakalega. Á laugardagskvøldum safnadist t.d. fjølskyldan í stofunni, horfdi á ,,á tali hjá hemma gunn'' og poppadi poppkorn í potti, thar sem ørbylgjuofninn var ekki ordinn hefdbundin mubla í øllum eldhúsum. Og í stadin fyrir mp3 spilara var fyrsti spilarinn minn segulbandstæki, glæsilegur, svona brúnn og drapplitadur hnullungur og var ég ógurlega ánægd med thad tæki, sérstaklega thar sem hægt var ad taka thad med sér út um allt... thad gekk fyrir stórum batteríum og vó ekki nema um 2 kíló. Almennileg græja madur!! og var tekid med í marga leidangrana.
Ég man enn thann dag er fyrsti geislaspilarinn kom á heimilid. Thad var spilarinn sem ég fékk í fermingagjøf. Mér fannst ég ekkert smá kúl, ég átti alveg 5 geisladiska, ...og helling af spólum til ad setja í vasadiskóid fræga. En thrátt fyrir ad vera ordinn eigandi af øllum møgulegum svona ''nútímagræjum'' cd-spilara, dvd-spilara og thad nýjasta, bluray-spilara, thá horfi ég á vinyl pløturnar mínar med sting í hjarta og sakna thess sárt ad eiga ekki alvøru pløtuspilara. En thann draum læt ég rádast thegar ég ,vonandi brádlega, finn einn slíkan á sanngjørnu verdi á uppbodi veraldarvefsins.
Mér hálf bløskradi sjálfri og fannst ég vera rosalega gamalt barn módur minnar, thegar vid rifjudum upp tækni æsku minnar. Fyrstu æviár mín var svart/hvítt sjónvarp á heimili mínu og engin sjónvarpsdagskrá um mitt sumar, en thó flesta daga ad vetri til. Seinna meir voru thó fest kaup á litasjónvarpi, med farstýringu og alles, en hún lifdi ekki lengi thar sem ég skemmdi hana óvart 3 ára thegar hún var nýtt sem barefli á heimiliskøttinn Línu. Áttum ekkert vídeó-tæki, svo mér fannst thad algjør lúxus thegar foreldrar mínir leigdu eitt slíkt tæki á bensínstød bæjarins, og kom thad í skjalatøsku og med fjarstýringu sem tengd var vid tækid med meters langri snúru.
Yngri systur mínar skemmtu sér konunglega yfir thessum søgum frá thví í gamla daga thegar Thóra var lítil, ég er enn ad jafna mig á thessum undrunarsvip theirra og reyni ad telja theim yngstu í trú um ad, thó tæknin hafi ekki verid neitt til ad hrópa húrra fyrir thegar ég var barn, thá sé ég nú ekkert gamalmenni, thó theim finnist ég thad nú stundum.
En med thessum ordum lýk ég pistli dagsins og blada í gegn um vinyl pløturnar mínar og minnist gódra barnæskustunda. Fyrir nedan mynd tekin af økunídslu bmx-ins vorid '87.
Athugasemdir
Ótrúlega skemmtilegt blogg! Þetta er líka svona á mínu heimili - þessi minnstu eiga erfitt með að trúa að það hafi ekki verið til sjónvarp heima hjá pabba!
Ég fékk plötuspilara í afmælisgjöf 7.júní síðastliðinn, og það var þvílík gleði! Ég hlustaði á Janis Joplin í botni í þessa 3 daga sem hann virkaði... Síðan eyðilagðist nálin, og honum var hent uppá loft, þar sem að það var heldur ekkert sérstaklega mikið pláss hérna.. En plötuspilari er nauðsynlegur á hverju heimili!
Eigðu góðan dag! Knúús, lsg.
ps. Grænlenskt rokk er frábært!
Laufey Sunna (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 05:43
Mmmmmmm.....Deep Purple ég verð bara ungur á ný. Flott blogg stelpa.
Gulli litli, 20.9.2007 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.