19.10.2007 | 01:25
Bros hennar þarf ekki að þýða neitt - hún er bara að vega þig og meta
Konur daðra
Samkvæmt niðurstöðum könnunar eftir Karl Grammer við Hátternisfræðistofnun Ludwig Biltzmann í Vín, daðra konur við karlmenn þó ekki þurfi neitt að liggja þar að baki. Niðurstöðurnar sem birtar voru í New Scientist byggja á 45 ungum pörum sem þekkjast ekki neitt en samskipti þeirra voru tekin upp án þeirrar vitundar. Rannsakandinn bað þau að meta myndbönd en afsakaði sig svo og lét þau ein. Samskipti þeirra næstu tíu mínúturnar voru svo vegin og metin.
Konan vegur menn og metur
Jákvæð hegðun konunnar hefur þau áhrif á karlmanninn að það losnar um málbeinið hjá honum. Því meira sem hún kinkar kolli, því meira fær hún hann til að segja frá sér en þannig kynnist hún honum betur. Menn tæla konur til að komast í bólið hjá þeim en konan gefur frá sér jákvæð merki, eins og að kinka kolli, brosa og leika sér við hár sitt. En þrátt fyrir að konan hefji samskiptin með daðri er hún fljót að mæla hann út og nokkrum mínútum síðar hegðar hún sér í samræmi við sínar tilfinningar. Einu skiptin sem konan virtist alls áhugalaus var þegar maðurinn talaði of mikið!
Kvenmaðurinn hefur löngum þótt hið torskilda kyn en þegar kemur að atferli kynjanna er mun erfiðara að lesa í atferli mannsins því þeir nota líkamshreyfingar í mun minna mæli en konan. En "þeir virðast hafa þá innbyggðu trú að þeir vekji áhuga allra kvenna," er álit Karls Grammer, höfunda könnunarinnar. "Það er ekki ofsögum sagt að þeir líti stórt á sig!"
Berðu þig vel?
Þróunarlíffræðingurinn og höfundur bókarinnar Mean Genes Jay Phelan kom fram með nýja kenningu út frá þessum niðurstöðum. Hann telur skýringuna vera sú að atferli konunnar stýrist af því hvernig maðurinn ber sig. Þannig er gott samræmi líkama manns vísbending um að hann sé góður til undaneldis. Jay telur t.d. Clinton samsvara sér mjög vel og vera góður fengur til undaneldis.
Samhæfing líkamans ber vott um góða erfðafræðilega uppbyggingu segir Jay og "þú ert kannski ekki meðvituð um þetta en genin eru að gera það sem kemur þér (þeim) best". Í því sambandi segir hann að þegar mikið ósamræmi sé á milli líkamsstærðar einstaklinga munu þeir gera hvað sem þarf til að komast að því hvort einhver ógn stafi af manneskjunni.
Kvendýrið vandar val sitt
Fræðimennirnir eru á einu máli að skýring er á líkamstjáningu kvenmannsins þegar hún situr andspænis karlmanni. Þegar allt kemur til alls er verið að tala um viðhald stofnsins. Þannig er mökun áhættusamari fyrir kvenmanninn því staðreyndin er sú að ef hún verður barnshafandi er hún ábyrg fyrir barninu en maðurinn er frjáls ferða sinna og getur flogið og sogið hunang á næsta blómi! Þannig knýr hegðun hennar manninn til að opna sig svo konan geti
vegið hann og metið.
Sama á við um dýrin og í því sambandi má nefna eina fuglategund en kvendýrið gengur svo langt í pörunarleiknum að hún neyðir karlfuglinn til að dansa margbrotinn dans í tvær vikur áður en hún ákveður hvort hún muni deila hreiðri með honum. Ef hann stendur sig í dansinum sýnir það að hann er staðfastur og mun vera það með henni og verður því fyrir valinu. Hið sama gildir um manninn.
Athugasemdir
Gömul sannindi og ný. Er ekki sálfræðingur eða þannig, en hef tekið kúrsa.
Þetta lögmál virðist inngróið manninum og þá er ég að meina að kvenfólkið velji sína barnsfeður, ómeðvitað.
Fishandchips, 19.10.2007 kl. 02:20
Ágætis pælingar! Auðvitað erum við öll undir niðri að þjóna einhvers konar fjölgunarhvöt. En það á kannski ekki alltaf við, aðstæður eru svo mismunandi eftir tímum og selskap. Sumt fólk er líka ákaflega feimið og uppalið á spes máta, mistúlka eða gefa röng skilaboð. Margir velja sér maka "sem eiga peninga, eignir" og maður myndi halda að stundum væri það leið til að sjá sér forboða en oft líka bara hégómi. Skemmtilegt blogg!
Og eitt svona bros til að athuga viðbrögðin:
Ólafur Þórðarson, 19.10.2007 kl. 03:16
takk fyrir thad veffari....
p.s. ég tek alltaf á móti brosum ;)
Thóra Lisebeth (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 21:50
Gulli litli, 20.10.2007 kl. 07:51
Ég brosti allavega þegar ég las þetta blogg...
Sunna Guðlaugsdóttir, 20.10.2007 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.