thó forvitnin hafi drepid köttinn, heldur hún lífi í nágrannanum

Flestir eiga nágranna.  Nágrannar geta verid hin skemmtilegasa dýrategund eda í raun margar tegundir.  Í gegn um tídina hef ég átt allskonar nágranna á theim all nokkru stödum sem ég hef búid á, bædi á gódan hátt og slæman.  

  Thegar ég fyrst flutti ad heiman var ég bara unglingur í theirri fullvissu um ad já, nú væri ég sko ordin thad stór ad ég ætti ad geta hugsad um mig sjálf.  Ég var sko alveg ordin 16 og hálfs árs og hardákvedin í ad plumma mig í lífinu, frestadi ég thví ad fara í framhaldsskóla og vann í rækjuvinnslunni heima og sparadi nánast hverja krónu í rúmt ár til ad geta flutt  sudur á bóg í borg óttans, Reykjavík.  En sveitalingurinn ég hafdi aldrei á minni thá svo löngu æfi eytt meira en viku í einu í stórborginni.   Fannst thad rosalega cool ad vera komin med á leigu kjallaraíbúd í vesturbænum... og engir foreldrar svo hundrudum kílómetra skiptu.  Gud ég gleymi aldrei fyrsta kvøldinu.. eda réttara sagt heilu fyrstu vikunni.  Ég og tháverandi kærasti minn vorum yfir okkur ástangin, ekki bara af hvoru ødru, heldur líka reyjkavíkinni sjálfri og hinni glæsilegu íbúd okkar.  Vid vorum svo sæl med ad vera farin ad búa og loksins á sjálfstædri leid út í lífid ad vid litum fram hjá nánast öllum göllum íbúdarinnar.  Thad skipti engu máli, thví hún var BARA okkar.  En  eftir ad hafa búid tharna einn vetur var glansmyndin horfin og gallarnir komu meira og meira í ljós.  Thegar vid fluttum thangad var okkur alveg sama thó hún væri svona lítil, thví vid vorum sjaldan meira en meterinn frá hvoru ødru öllum stundum,...til ad byrja med.  En thegar lída fór á stundir og langir vinnudagar og kvöldín í skólanum tóku yfirvøldin langadi manni mest ad hafa smá tíma út af fyrir sjálfan sig... hlutur sem var ómøgulegur í thessari 40 fermetra ''stóru'' íbúd.  Alltaf vorum vid fyrir hvoru ødru, nánast sama hvad madur gerdi.  Nema thegar kom ad klósettferdunum frægu, hehe. 

Klósettid í íbúdinni var nefnilega svolítid spes.  MAdur thurfti ad fara út úr íbúdinni og út á sameiginlegan gang og thar fann madur klósettid sem var svo lítid ad madur thurfti hreinlega ad bakka inn.... og nú er ég alls ekki ad ýkja, og geta vinir og vandamenn sem komu í heimsókn thangad stadfest thetta, hehe.  Thad var ekki einu sinni vaskur tharna inni, thad var svo lítid pláss.  Og ef madur gerdist svo krafstór ad vilja fara í sturtu, fann madur hana inni í sameiginlega thvottahúsinu, og thar sem fólkid á hædunum 2 fyrir ofan hafdi fullan adgang ad.  Og thar kem ég aftur ad umrædu minni um nágrannana.  Eftir ad hafa verid ónádud af nágrønnunum í sturtunni oftar en óskad var eftir fengum vid nóg.  Ekki var hægt ad skrúfa lás á hurdina thar sem hún var svo fúin ( en tilraunir voru gerdar til thess.) svo oft var thad fyrsta sem blasti vid nágrønnunum allsber bjútíbolla med sjampó í augunum thegar sækja átti thvott eda hengja upp.   Nágrannar thessir voru frekar spes.  Madurinn á efstu hædinni var frekar mikid áberandi, og var tídur svona ''óvart'' áhorfandi ad sturtuferdum mínum og alltaf kom sama afsøkunin.. æji fyrirgefdi ... .ég heyrdi bara ekki í sturtunni.... my ass!!  Hélt reyndar ad hann byggi einn med lítid barn thar sem ég sá ekki konuna hans fyrr en eftir ad hafa búid tharna í dágódan tíma.  Hún var svosem ágæt, thegar hún var ekki øskrandi á kallinn, krakkann eda okkur fyrir ad vera ekki nógu dugleg ad rygsuga sameiginlega ganginn.  Á midhædinni bjó svo háskólastelpa sem var thøgul sem grøfin á virkum døgum, en annsi lífleg um helgar med tilheyrandi tónlist og gestalátum.

En eftir ad hafa fengid leida á ad vera kjallararottur í vesturbænum,  var haldid í Kópavoginn.  Sú íbúd var mjøg fín og um threfalt stærri en sú fyrsta.  Thar bjuggum vid í um ár.  Thad voru 3 íbúdir í húsinu og vid á jardhæd.  Aldrei nokkurn tíman sá ég nágrannana á 2. hædinni.  Annadhvort hafa thau verid svona hrikalega félagsfælin, eda vampýrur sem fóru bara út ad nóttu til.  Grannarnir á 3. hædinni kynntist madur reyndar svolítid.  Thar bjó 6 manna fjølskylda sem var bara ágæt.  Kvørtudu reyndar ótharflega mikid undan hávada en hver hefur svosem sinn smekk... eda heyrn í thessu tilfelli.

Ég ætla nú ekki ad fara í saumana á hverjum og einum nágranna thví their eru svo margir.  Fyndid samt hvad madur rekst á og kynnist mikid af fólki thegar madur flytur oft.  Thegar ég bjó í svíthjód voru nágrannarnir bara ferlega næs, og budu manni meira ad segja all oft í kvøldkaffi.  Sérstaklega gamla parid sem bjó í tharnæsta húsi, thau voru sérstaklega indæl.  Thetta var dreifbýli svo bilid á milli næstu húsa var um 100-300 metrar.  Man thó sérstakleg eftir 2 nágrønnum okkar sem hétu Jogge (Joacim) og Snogge (nádi reyndar aldrei alvøru nafni hans, hehe).  Their voru gódir félagar og grúskudu mikid saman og gátu verid frekar blautir thegar lída fór ad helgi.  Thar voru allir svo vingjarnlegir, og bærinn lítill svo madur var fljótur ad kynnast bæjarbúum og gat thví alltaf slegid til í spjall thegar madur fór út í búd ad versla í matinn.

Eitthvad annad er reyndar hægt ad segja um fyrstu nágrannana sem ég átti thegar ég flutti til Thrándheims.  Thetta var rólegt og fínt hverfi og svipad í útkantinum á bænum og *Grafarvogur er heima.   Einu skiptin sem ég hitti nágrannana var thegar sækja átti póstinn.  En hér eru engar bréfalúgur, heldur svona lítil skýli vid innkeyrsluna í götuna thar sem hvert og eitt hús er med sér póstkassa og sækir fólk thví póstinn thangad.  En ef madur brosti og baud gódan dag í thessi fáu skipti sem einhver annar var á ferdinni, var bara horft á mann eins og ég væri fjólublá geimvera med bleika jólasveinahúfu og 17.júní fána... og ekki einu sinni heilsad.  Hvurslags hvurslags!?

Annad er nú málid hér í Melhus thar sem ég bý núna og hef gert sl. 3,5 árin.  Thetta er bær sem best er kannski ad líkja vid Mosfellsbæ, svona í stærd og örlítid út úr bænum sjálfum.  Í bænum búa um 4000 manns, en um 16.000 til samans í hreppnum, thar sem mikid er um bóndabæi og lítil íbúdarhverfi á víd og dreif inni í skógi eda í fjallshlídunum í kring um bæinn.   Á medan égbý í Noregi  held ég mig vid Melhus.  Allir thekkja alla, en thó ekki thad mikid ad smábæjarslúdrid taki yfirvøldin.  Hér hittir madur oftast einhvern sem madur thekkir thegar madur fer nidur í bæinn ad versla eda erindast.  Nágrannarnir heilsa manni af byrirbragdi thegar vid hittumst vid póstkassann, eda mætumst í kvöldgöngunni.  Hér heilsast fólk! thó svo madur thekki thad ekki... thetta kalla ég kurteisi.  

Thó getur allt gerst annad hvort í ökla eda eyra.  Gamli kallinn sem býr 2 húsum í burtu  er ferlega næs.  Hann slær oft upp í thrælskemmtilegt spjall vid póstkassann.  Hinsvegar eru nágrannarnir sem búa vid hlidina á mér pínu spes.  Thetta er ágætis fólk sem er gaman ad spjalla vid, en ROSALEGA eru thau forvitin, hehe.  Stofan og sólpallurinn hjá theim snúa beint ad bílastædinu mínu og útidyrinni, svo thad fer sjaldanfram hjá theim thegar madur er á ferdinni.   Konan er thó sérstaklega forvitin.  Hef oft tekid eftir thví ad hún fylgist med mér thegar ég er ad dúllast fyrir utan dyrnar.  Hvort ég er ad bóna bílinn, dúllast med blómin úti í gardi eda jafnvel bara ad fara út med ruslid.. thad skiptir engu.. ég er greinilega svona áhugaverdur nágranni ad konan verdur a fylgjast med hverju mínu spori.   Í eitt skipti gat ég thó ekki stadist freistinguna og sýna ad ég vissi ad hún væri ad fylgjast med mér.  Var ad dúllast úti í gardi og sá hana útundan mér standandi vid stofugluggan med kaffibolla í hønd....starandi á mig.  Ég vinkadi henni bara kurteisislega, en henni brá svo ad hún hvarf á bak vid gardínurnar, hehe.  hálfri mínútu sídar sá ég svo höfud gjæjast út fyrir gardínurnar svo ég vinkadi bara aftur.... og aftur hvarf hún.  thetta endurtók sig svo nokkurum sinnum, eda thar til ég fór inn. 

Fyndnast fannst mér reyndar eitt skipti thegar ég lá úti á sólpalli í sumar og spjalladi í símann.  Ég var búin ad spjalla vid vinkonu mína í dágódan tíma, thar sem ég var ad tilkynna henni för mína heim í sumar.  Ég var varla búin ad skella á thegar ég heyri hana hrópa nafnid mitt.  Thora Lisa!! ertu tharna?!  -ha.. já.. var thad eitthvad sérstakt? - nei nei, bara ad athuga hvort thú værir ekki tharna.. en hvad segirdu ... eru ad fara til íslands í sumar?  hehehe, thá gat ég ekki stadist ad brosa.  En thad ad eiga forvitna nágranna getur samt verid ágætt.  Ef madur fer í burtu t.d. yfir helgi getur madur verid viss um ad fá tilkynningu frá nágrannanum ef einhver ókunnugur hefur hringt dyrabjøllunni, thar sem thau vita upp á hár hverjir eru oftast á ferdinni tharna.  Svo thad er vel passad upp á mann.  Eitt sinn var mér meira ad segja tilkynnt thad thegar ég kom heim á sunnudagskvøldi, ad Reitan (annar nágranni) hefdi sko lagt í stædid mitt daginn ádur.  Hvílíkur dónaskapur fannst henni, hehe, og skipadi honum ad færa bílinn.  hehe... já svona eru grannar í blídu og strídu. 

En nú bídur madur bara eftir thví ad allt fyllist af snjó, svo hid árlega stríd mín og Bernts geti hafist.  Hann mokar nefnilega alltaf snjónum sínum inn á bílastædid mitt, en ég svo thrjósk skila honum alltaf aftur.  Ég spurdi hann í fyrra hvort vid gætum ekki bara verid sammála um ad moka snjónum í adra átt og safna honum frekar saman í einn stóran haug... en nei, thá keypti hann sér snjóblásara svo ekki ýtir hann bara snjónum inn á bílastædid mitt lengur, heldur sprautar hann snjónum upp eftir øllum húsvegg hjá mér, og thar med yfir sjálfan bílinn og jafnvel upp á thak.  Svo nálægt standa húsin.  Var ordin svo pirrud ad thad endadi med thví ad ég keyrdi ''óvart'' yfir runnan hanns sem skilur ad bílastædid mitt og lódina hans.  Orsøkin var frekar augljós.  Ég sá hreinlega ekki runnann fyrir øllum snjónum sem hann var alltaf ad henda yfir til mín.  Eftir thad fór hann ad moka í adra átt.  Svo thessi vetur verdur spennandi, hefur hann gleymt.. eda ætli ég thurfi ad bakka yfir nýja runnann líka? ... thad er spurning...

..spennan magnast.... fylgist med í næsta thætti af nágrönnum....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Bibba á Brávallagötunni hvað?

Gulli litli, 6.11.2007 kl. 10:50

2 identicon

hehe, já svona getur thetta nú verid stundum... madur getur víst ekki alfarid rádid thví hverja madur fær sem nágranna, hehe..

Thóra Lísa (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 13:59

3 identicon

Thetta var sko skemmtileg lesning! Gaman ad lesa svona - fær mig til ad hlakka enntha meira til ad flytja sjalf ad heiman og upplifa svona skemmtilegheit  

Annars - eigdu otrulega goda helgi!

Knus!

Sunna (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband