já, Rema 1000 pokarnir geta verid hættulegir

 Adrenalínkikk dagsins tileinka ég innihaldi Rema 1000 pokans á Sandmoen kurs-og konferansesenter.

Ef ég hef éinhverntíman óttast thad ad nú væru dagar mínir lidnir, thá var thad seinnipartinn í dag.  Tharna sat ég í rólegheitum á Sandmoen-kránni ásamt nokkrum medlimum námshópsins míns.  Vid thóttumst afar gáfud tharna sem vid sátum yfir verkefnaskriftum og ræddum ýmis heimsmál.  Thad var óvenju mikid af fólki á stadnum í dag, en kipptum okkur lítid upp vid thad, thar sem thad var frekar notalegt ad hafa eitthvad líf í kring um sig á sólríkum vordegi. 

Tharna sátum vid semsagt stúdentarnir duglegu ásamt 2 rútubyrgdum af fólki, thegar allt í einu kemur madur hlaupandi inn á kránna, klæddur svörtu frá toppi til táar og med svarta Finlandshúfu, svona sem er bara med götum fyrir augu og munn.  Fyrr en varir er hann kominn upp á bord hjá hópi stráka sem sátu innst á kránni, öskrar og æpir eitthvad frekar óskýrt og rífur byssu upp úr Rema 1000 pokanum sínum og midar á saklausa gesti sem gátu sér litla björg veitt.  

Gestir kráarinnar brugdust thó misjafnlega vid, med öskrum og ópum.  Madurinn mumladi eitthvad hálf óskýrt áfram um ad nú væri best ad thegja og halda sér rólegum á medan hann gengi út med alla peninga stadarins... og asninn ég gat ekki annad en séd fyrir mér brot út thætti med tomma og jenna, thar sem hjartad á tomma skaust upp í háls vid greinilega svipad áreiti, og vissi hreinlega ekki hvort ég ætti ad fara ad grenja eda hlæja.

Allt í einu byrjar madurinn svo ad hlæja svona gedveikishlátri, bendir á nokkra stráka í einum hópnum sem sátu hinum megin í salnum, sem skyndilega urdu líkfölir í framan, rífur af sér húfuna og hrópar:  ,, til hamingju med daginn Tobias!!!!'' ,,nú erum vid kvittir'' vid mikil fagnadarlæti félaga sinna. 

Einum kráargestinum var greinilega misbodid af thessu svo mjög spes ''gríni'' ad hann sló ''bófann'' utan undir og sagdi honum ad hypja sér út... thá allt í einu var hann ekki svo töff lengur.

Thetta voru med theim mest spennandi 2 mínútum sem ég hef upplifad upp á sídkastid, og thótti thetta frekar spes afmælisgrín... en mæli thó ekki med thessu, svona gedshræringar eru í mesta lagi fyrir illuna... thótti thetta adeins of drjúgt ti lad geta kallast fyndir, allavega svona fyrir mína vidkvæmu sál.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Einmitt, hér eftir versla ég í Aldi!!!!

Gulli litli, 16.4.2008 kl. 01:22

2 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 16.4.2008 kl. 08:22

3 identicon

Sjiiiiitt!

Hanna Rúna (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 19:19

4 Smámynd: Þóra Lisebeth Gestsdóttir

já, svona lída nú dagarnir

Þóra Lisebeth Gestsdóttir, 19.4.2008 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband