Lausavísur

Fann hérna nokkrar hressar stökur:

- Ég þótt drekki eins og svín
aldurdóm ei prófi,
tóbak bæði og brennivín
brúka má i hófi.

- Ennþá get ég glaðst við skál
glitrar veigaröstin
léttum vængjum svífur sál
en svo koma eftirköstin,

og þau veita aldrei náð
allt úr lagi keyra,
við þessu samt ég þekki ráð:
Það er að drekka meira.

- Ég veit þú kannt að meta mig,
maðurinn þorskafróði.
Ég er stór og stæðilig.
Stimplaðu mig nú góði.

- Það er afleitt ástandið
enda' er frúin slegin.
Hann er alltaf utanvið
öðru hvoru megin.

- Afkastað hef ég á við tvo
áreynslan þrekið lamar,
píkur hafa pínt mig svo
ég pissa nú aldrei framar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Híhíhí. Mér fannst þessi síðasta fyndnust.

Ingvar Valgeirsson, 23.4.2008 kl. 21:44

2 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 23.4.2008 kl. 22:09

3 Smámynd: Gulli litli

Gulli litli, 23.4.2008 kl. 22:37

4 Smámynd: Þóra Lisebeth Gestsdóttir

Þóra Lisebeth Gestsdóttir, 23.4.2008 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband