einn gódur...

Jónas, sem var forfallinn framhaldsskólakennari, meiddi sig á baki
síðastliðið sumar og varð að vera í gifsi á efri hluta líkamans langt
fram á haust. Gifsið passaði undir skyrtuna hans, svo það tók enginn
eftir því.

Fyrsta skóladaginn, með gifsið undir skyrtunni, kom í ljós að hann var
umsjónarkennari mestu vandræðaunglinga skólans.

Jónas gekk fullur sjálfsöryggi inn í stofuna í fyrsta tímann, opnaði
gluggann upp á gátt og fór síðan að raða gögnunum sínum á skrifborðið
sitt.

Allt í einu kom frekar sterkur trekkur og bindið hans sveiflaðist
óþægilega fyrir framan hann. Þá tók Jónas up heftarann, heftaði bindið
fast í bringuna á sér og hélt áfram því sem hann var að gera.

Hann átti ekki í neinum agavandamálum það sem eftir var annarinnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Fínasti þroskaheftari það....hmmm.

Gulli litli, 2.5.2008 kl. 07:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband