Færsluflokkur: Dægurmál

maður kemst alltaf í vissan fíling...

Hef svosem örugglega póstað þessu myndbandi/lagi áður, en það stendur bara alltaf fyrir sínu... 

 


Herre min hatt!!

Og ég var hörmung... vægast sagt!! 

Hann er ómetanlegur svipurinn sem dynur yfir heimilisköttinn Blett þegar hljófærin eru tekin fram á þessu heimili... ef hann væri mennskur tæki hann eitt vænlegt svona ''home alone-öskur'' og léti sig hverfa á brott.  

Kisi litli fílar semsagt ekki tónlist... ekki þegar hún er spiluð upp á háa c allavega,...En það sem fór alveg með kisa litla var þegar blokkflautan kom á loft.  eins og venjulega flautan hafi ekki verið hörmung nóg fyrir kisa litla kom þetta hrikalega tæki fram.  Illu leiddist nefnilega að standa í biðröð að afgreiðslukassanum í búðinni í kvöld og kippti með einnu blokkflautu úr búðarhyllunni svona til að geta rifjað upp gamla tíma þegar heim var komið. Wink  Það fór nú ekki betur en svo að ég mundi afhverju ég ákvað að færa mig að næsta hljófæri, jú, annað eins hörmungarhljóð hef ég hreinlega ekki heyrt í langan tíma, fyrir utan vælið í kettinum, eins og í þessu blessaða hljóðfæri. Shocking En eftir upphitun með nokkrum lögum af Papa disknum var þetta þó að komast í lag og var illan barasta ágætlega hress með árangurinn, svona miðað við að kennslan á þetta óhljóðfæri fór fram einhverntíman á 9.áratug síðustu aldar, og því komið smá ryk á kunnáttuna. Blush  Þó hefur blokkflautan oft á tíðum verið vinsælt tól til að hrekkja heimilisdýrin... ótrúlegar hreyfingar á hinum ýmsu útlimum þeirra, eins og að láta eyrun hverfa alveg afturábak og ekki minnst fyrirlitningasvipurinn sem heimilisdýrið getur sýnt og segir aðeins eitt: ...NEIIIII  !!!Crying

Kisi er reyndar alveg að verða sáttur við þverflautuna, þetta er allt að koma hjá honum greyjinu.  Fyrst lét hann eins og himinn og jörð væru að farast, þegar húsfreyjan dró fram hljóðfærið og setti græjurnar í botn, það var álíka mikið áfall fyrir kisa litla og þegar hann varð vitni að fyrstu helgartiltektinni, og kynntist þar með ryksugunni.  Þvílíkt áfall og kisi kom ekki undan sófanum fyrr en búið var að ryksuga allt húsið og apparatið ógurlega örugglega komið inn í skáp. 

En nú tekur kisi bara þátt í jólastemmingunni og liggur á bakinu við fæturnar á húsfreyjunni sem fílar sig í botn og hverfur inn í tónlistina... og má meira að segja fara upp á háa C og jafnvel hærra....

...En þó þetta flash-back illunnar hafi endað vel, held ég að ég segi mig barasta sammála kettinum og haldi mig bara við þverflautuna góðu, hún er jú orðin eins og einn útlimanna eftir einhver 18 ár í eftirdragi og alltaf með í farteskinu til hvaða lands sem haldið er til... þrátt fyrir endalausar stoppanir í gegnumlýsingartækjum tollyfirvalda hvers lands Grin


uppáhaldslagið í augnablikinu :)


já..

Ekki tipla þurftu þá

þjófarnir á tánum

sem að lifa óbeint á

íslandsbankalánum 


The julekalender...

..Eru þættir sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara þegar myrkva fer og aðventutíðin byrjar,  fær fulla röð af stjörnum frá mér

 


Ekki binda allir bagga sína sömu hnútum...


illa, Bubbi og spákonan

Það er kannski tími til kominn að blogga eitthvað.  einhvernvegin hefur verið svo brjálæðislega mikið að gera að illan hefur varla annað gert en að snúast í kring um sjálfa sig. 

Allur frítíminn sem ég var búin að venjast handan atlantshafsins virðist nánst horfinn, enda reynir maður að umgangast fjölskylduna eins mikið og hægt er.  Bara gaman :)

 Það er allt orfið hvítt hérna norðan holtavörðuheiðarinnar, og illan ætlar að skella sér á stóðréttaballið  í Víðidalnum á eftir.  Enda mamma og Stebbi þar á ferð.  

Reyndar er verið að sýna leikrit um hana Þórdísi spákonu heima á ströndinni í kvöld svo ég renni þar við og kíki í kjötsúpu og sýningu áður en ég held lengra vestur á vit skemmtilegheitanna. 

óska öllur góðrar helgar og megi þið skemmta ykkur eins mikið og ég ætla mér :)

 skelli inn einum gömlum og góðum Bubba til að fá smá stemmingu, stendur alltaf fyrir sínu


myndaalbúmið

það gengur eitthvað brösulega að setja inn myndirnar, en þetta er allt að koma.  En ég og tölvur erum ekki beint best pals Pinch

Kominn tími til !!!!

...Að skrifa eitthvað. smá uppdeit handa þér Gulli svona í leiðinni Wink

Þetta er nú búið að vera meira sumarið, það besta til fjölda ára. Geðum þetta með stæl og drösluðum búslóðinni heim með Norænu í júní. Það er bara búið að vera svo brjálað að gera hjá illunni eftir heimkomuna að tölvan og bloggið hefur mætt afgangi. Nú er maður líka svo nálægt fjölskyldunni að bloggið missti á tíma tilgang sinn, þ.e.a.s halda fjölskyldunni uppdeitaðri um hvað maður væri að bralla þarna handan atlantshafsins. Nú er sagan hinnsvegar önnur, svo fréttirnar berast bara að norðan í staðin.

Þetta var hin skemmilegasta sjóferð sem ég hef verið með í, enda endalaust hægt að liggja í leti og gera ekkert annað en að njóta lífsins og slaka á. Grin

Ferjan lagði af stað frá Bergen á hvorki meira né minna en þjóðhátíðardeginum sjálfum, og geri aðrir föðurlandsvinir betur! og að sjáfsögðu var reistur fáni í tilefni dagsins. Sáu þar aðrir vegfarendur greinilega að Íslendingar voru þarna á ferð, og komu og slóu af prati við okkur. Það var nokkuð um íslendinga í ferjunni, en aðal samskipti okkar við aðra voru við annað íslenskt par sem voru að flytja heim frá Danmörku. En það er alltaf gaman að hitta fólk sem er í sömu sporum og maður sjálfur.

Við komum við Scrabster í skotlandi, stoppuðum þó bara í smá stund, rétt svona til að helypa um 20 Belgískum húsbílum um borð, en við náðum þó að smella myndir af svæðinu í kring um höfnina. Einnig var stoppað í Færeyjum, en þar máttum við fara í land og spóka okkur um í smá tíma. Í tilefni þess að forvitni okkar reikaði að tungumálinu skelltum við okkur í göngutúr um Þórshöfn og keyptum okkur ís og nokkur dagblöð. Við rákum upp stór augu þar sem fyrirsögnin ''MYRDET!'' var á einu blaðanna, en þá voru ísbjarnafréttir frá Íslandi jafn vinsælar og Micael Jackson(fyrir aðgerð) svo það blað varð að fylgja með. Það var gaman að heyra færeyskuna, enda endalaust hægt að hlæja og spekúlera í þessu tungumáli.

Tveggja vikna frí tók svo við af heimkomunni, eða ekki beint frí, þar sem ganga þurfti frá búslóðinni og koma sér almennilega fyrir áður en við færum að vinna aftur.

Svo skildu leiðir aftur þar sem Örvar gat víst ómögulega farið af stað í næsta túr án yfirvélstjórans og illa fór að hjúkra á Sjúkrahúsinu hér á Króknum.

Þetta sumar er búið að vera sannkallaður draumur í dós eftir að prófum var lokið í vor. Nú veit ég loksins hvað liggur á bak við setninguna ,,að lifa lífinu lifandi´´. Smile

En fyrst draumurinn um að búa erlendis rættist svo sannarlega, var snúið sér að næsta draumi og unnið í að láta hann rætast. 3 vikum eftir heimkomuna rættist svo einn langþráðasti draumurinn minn til margra ára, en það var að taka mótorhjólaprófið. Það var rumpað sér í kennslu og lagt í próf sem tókst að sjálfögðu í fyrstu tilraun. Svo nú get ég montað mig af nýja Íslenska ökuskírteininu mínu sem gefur mér leyfi til að aka bíla OG HJÓL fram að árinu 2052... Jippý kai yei !!!!

á næstunni verður svo brunað til borg óttans og athugað með að versla sér hjól ....úúú, er svo spennt!! Halo

Það er yndislegt að vera aftur komin í heimahaga, en ég horfi hlýjum augum til Noregs og þess yndislega líf sem ég átti þar, og allra vina minna þar og vinnufélaga. Fylgist enn með fréttum frá Trondheim og veðurfregnum svo naflastrengurinn slitni ekki alveg... bara lengist pínu. En ég á alltaf eftir að heimsækja Noreg annað slagið og vinina mína, þar sem það varð eins og heimaland mitt eftir öll þessi ár þarna úti. Æðislegt land..og mæli með því að allir sem eru ungir og ringlaðir og vita ekkert hvað þeir vilja út úr lífinu skreppi þangað. Það virkaði allavega fyrir mig og gerði mig að betri manneskju fyrir vikið.Crying

En svona er nú lífið þessa dagana. Það er yndislegt að vera ungur og ástfanginn eilífðartúristi :)Blush

p.s. set inn nokkrar myndir af ferðalaginu. Set ekki inn allar, þar sem fótógraferað var eins og brjálæðistúristar með ofvirka vísifingur, hehe, og eru um 300 myndir af ferðinni, og svo stórt diskapláss hef ég ekki á mbl.is

 


jæja jæja

þá er maður aftursnúin og komin á heimaslóðir.  gamli góði klakinn. 

Illan skellti sér í skagafjörðinn og er bara ad slæpast þessa dagana þar til vinnan tekur vid.  Æðislegt að vera komin heim aftur, en maður er enn að venjast því að þurfa ekki að líta á dagatalið og telja niður í hvenær maður er ad fara til Noregs aftur... ferlega skrýtið.  En maður hefur svosem í nógu að snúast þessa dagana, koma sér fyrir og pakka búslóðinni upp úr pappakössunum og reyna að sinna fjölskyldunni og ástinni svona inn á milli verka. 

Ferðasagan af flutningunum heim er annsi skemmileg að segja frá, en skrifa betur um það síðar.  Best að fara að gera eitthvað af viti.

chiao í bili, illa aftursnúna Wink


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband